Inntaka fyrsta árið
Gert er ráð fyrir að í fyrstu umsóknarlotu verði teknir inn:
- tveir einstaklingar af hverju fræðasviði Háskóla Íslands
- þrír frá Háskólanum á Akureyri
- einn frá Háskólanum á Hólum
- einn frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Eftir það er gert ráð fyrir að færri verði teknir inn árlega.
Mat á umsóknum
Erlendur sérfræðingur mun halda námskeið í gerð umsókna, í samstarfi við innlenda sérfræðinga.
Utanaðkomandi matsmenn, innlendir sem erlendir sérfræðingar í háskólakennslu, munu meta umsóknir fyrsta árið og taka viðtöl við umsækjendur.
Framvegis verður mat umsókna síðan í höndum meðlima kennsluakademíunnar sjálfrar, með aðkomu sérfræðinga.
Umsóknarferli
Til að sækja um inngöngu í kennsluakademíuna skilar akademískur starfsmaður umsókn með upplýsingum um:
- kennslusýn
- kennsluþróunarverkefnum
- dæmum um hvernig hann/hún/hán beitir fræðilegri nálgun við kennslu (Scholarship of teaching and learning) til þess að bæta kennslu
Umsækjendur þurfa að sýna fram á að þeir hafi með markvissum, faglegum og ígrunduðum hætti unnið að því að þróa eigin kennslu og tekið þátt í samtali um nám og kennslu.
Viðmið
Eftirfarandi eru drög að viðmiðum fyrir inngöngu í Kennsluakademíu opinberu háskólanna sem byggð eru á viðmiðum frá háskólunum í Lundi og Bergen.
Gert er ráð fyrir að kennsluakademían muni yfirfara viðmiðin og laga að íslenskum aðstæðum áður en aftur verður tekið inn í akademíuna:
1. Nemendamiðuð kennsla
- Kennsla umsækjenda byggist á skýrri kennslusýn og þekkingu á því hvernig nemendur læra
- Í kennslu sinni hugar umsækjandi að tengslum hæfniviðmiða, kennsluaðferða, námsmats og því hvernig nemendur læra
- Samskipti umsækjanda við nemendur sína byggja á trausti, hann leitar eftir endurgjöf frá nemendum og bregst við henni á uppbyggilegan máta
2. Fagþekking – færni til þess að setja fagþekkingu fram í samhengi náms og kennslu
- Umsækjandi notar viðurkenndar leiðir til þess að styðja nemendur við að takast á við sífellt flóknari verkefni og nýta þekkingu sína
- Námsefni og kennsluaðferðir eru í samræmi við markmið námskeiðsins og námskrá
3. Skýr kennsluþróun til framtíðar – fagmennska í kennslu
- Umsækjandi hefur skipulega unnið að því að bæta eigin kennslu, bæði hvað varðar efni og framsetningu