Við inngöngu í kennsluakademíuna fá háskólakennarar viðurkenningu á framlagi sínu til kennsluþróunar og afburðakennslu.

Viðurkenningin er gerð sýnileg með viðurkenningarskjali sem staðfestir aðild.

Þeir kennarar sem fá inngöngu í Kennsluakademíuna fá árlega þóknun sem nemur 50.000 kr. á mánuði, miðað við verðlag 04.11.2021.

Upphæðin er föst krónutala, óháð stöðu kennarans í launatöflu, og kemur til greiðslu frá inntöku í Kennsluakademíuna og út starfsævi kennarans við viðkomandi háskóla.