Allir fastráðnir háskólakennarar (prófessorar, dósentar, lektorar og aðjunktar) sem starfa við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands eða Háskólann á Hólum í 50% starfi eða meira.

Tekið var á móti umsóknum til 25. apríl 2023. Stefnt er að því að hafa umsóknarfrestinn í lok maí árið 2024.

Kennsluakademían er samfélag kennara sem hafa lagt sérstaka rækt við kennsluþróun, stuðlað að bættum kennsluháttum og vilja taka þátt í að efla og þróa háskólakennslu enn frekar.

Já, meðlimir Kennsluakademíunnar fá árlega greiðslu sem samsvarar mánaðarlegri þóknun (50.000 kr. m.v. verðlag 04.11.2021).

Já. Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja bæði rafrænan kynningarfund, málstofu í umsóknarskrifum og taka þátt í endurgjöf jafningja. Sjá meira um stuðning í umsóknarferlinu.

Fjöldi nýrra meðlima ár hvert veltur á gæðum og fjölda umsókna, en öll þau sem senda inn fullnægjandi umsóknir og þykja hæf eftir viðtal með sérfræðingum í matsteymi eiga möguleika á inngöngu í Kennsluakadeímuna. 

Árið 2021 komust inn 11 meðlimir og árið 2022 komust inn 9 nýir meðlimir. 

Meðlimir Kennsluakademíunnar munu sjálfir hafa frumkvæði að því að móta leiðir til að efla kennsluhætti við opinbera háskóla á Íslandi í samvinnu við kennslusvið hjá hverjum opinberum háskóla. Kennsluakademían skipuleggur ráðstefnu um kennsluþróun og tekur þátt í fjölbreyttri upplýsingamiðlun um háskólakennslu.  

Möguleg verkefni félaga gætu verið:

  • Faglegur undirbúningur ráðstefna á sviði kennsluþróunar.
  • Fagleg jafningjaráðgjöf varðandi kennslu og kennsluþróun (stefnumótun, reglur, skipulag) innan deilda, fræðasviða og/eða háskóla.
  • Aðkoma að kennslufræðilegum verkefnum innan sinna háskóla eftir sérsviðum og áhuga þátttakenda.
  • Fulltrúar háskóla á innlendum og alþjóðlegum samstarfsvettvangi um kennnsluþróun.

    Fjórir sérfræðingar meta umsóknirnar. Undanfarin ár hafa þrír þeirra verið erlendir og komið frá háskólum í Norðurlöndunum en sá fjórði verið íslenskur sérfræðingur.

    Matsaðilarnir eru ekki þeir sömu og skipuleggja vinnustofu um gerð umsókna. 

      Byggt er á viðmiðum sem notuð hafa verið á Norðurlöndum, t.d. í háskólunum í Lundi og Bergen. Hér má sjá ágrip af viðmiðunum, ásamt hlekkjum á viðmið sem notuð hafa verið á Norðurlöndum. Hér má sjá tillögu að uppsetningu umsókna.

      • Nýir meðlimir verða teknir inn í nóvember 2023.
      • Rafrænn kynningarfundur verður haldinn stuttu eftir inntöku nýrra meðlima og hefst þá næsta umsóknarferli.
      • Vinnustofur verða haldnar fyrir þátttakendur í umsóknarferlisáfanga á vormisseri 2024.

      Við mælum með að þú vinnir markvisst að því að bæta eigin kennslu og auka þekkingu þína á kennslufræði. Byrjaðu á að skoða eigin kennslu út frá viðmiðum SoTL  til að sjá að hverju má vinna. Gerðu áætlun um hvernig þú ætlar að þróa eigin kennslu. Þú getur líka nýtt þér þann stuðning sem opinberu háskólarnir bjóða upp á eða tekið viðbótardiplómu í kennslufræði háskóla.