KENNSLUAKADEMÍA

OPINBERU HÁSKÓLANNA
Kennsluakademían er vettvangur að norrænni fyrirmynd sem ætlað er að stuðla að kennsluþróun og bættum kennsluháttum.  Meginmarkmið með Kennsluakademíunni er að efla samtal um kennslu og kennsluþróun innan og milli háskóla, sem og að umbuna þeim kennurum sem skara fram úr í kennslu.

Málþing um háskólakennslu verður haldið í Veröld – húsi Vigdísar mánudaginn 23. maí frá kl. 10:00-16:00. Skráðu þig hér fyrir fimmtudagurinn 19. maí.

Sjá frekari upplýsingar um málþingið hér.

Í nýjum þætti Kennsluvarpsins, hlaðvarpi Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, er rætt við Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur og Róbert H. Haraldsson um Kennsluakademíuna og umsóknarferlið.

Hlustið hér.

Sjá meira hér um stuðning við umsækjendur í ferlinu.

11 nýir meðlimir fengu inngöngu í Kennsluakademíu opinberu háskólanna þann 1. nóvember 2021. Þau eru fyrstu meðlimir akademíunnar og markaði athöfnin því einnig formlega stofnun hennar.

Sjá frétt frá athöfninni

Kennsluakademía er stofnuð með stuðningi og hvatningu mennta- og menntamálaráðuneytis og eiga allir opinberu háskólarnir aðild að henni, en þeir eru:

Skrifstofa kennslusviðs er á 1. hæð í Setbergi, húsi kennslunnar

Sími: 525-5216
Netfang: kennsluakademia@hi.is

Almennur þjónustutími er
kl. 9 – 15

Setberg