Viðmið fyrir inngöngu í Kennsluakademíu opinberu háskólanna eru byggð á viðmiðum annarra norrænna háskóla, sérstaklega háskólunum í Lundi og Bergen. 

Við mat á umsóknum er höfuðáhersla lögð á fyrsta viðmiðið um nemendamiðaða kennslu.

Útgangspunktur er önnur viðmið eru metin snýr að því hvort að þau sýni fram á nemendamiðaðan hugsunarhátt.  

Kennsluakademían yfirfer viðmiðin og lagar að íslenskum aðstæðum áður en aftur verður tekið inn í akademíuna:

1. Nemendamiðuð kennsla

  • Kennsla umsækjenda byggist á skýrri kennslusýn og þekkingu á því hvernig nemendur læra
  • Umsækjendur sýna skýrt fram á nemendamiðaða nálgun, þeir setja nám nemenda í forgang með að skapa námsumhverfi sem stuðlar að gagnkvæmu trausti
  • Samskipti umsækjanda við nemendur sína byggja á trausti, hann leitar eftir endurgjöf frá nemendum og bregst við henni á uppbyggilegan máta

2. Fagþekking – færni til þess að setja fagþekkingu fram í samhengi náms og kennslu

  • Tengsl á milli hæfniviðmiða, kennlsuaðferða og námsmats og þess hvernig nemendur læra koma skýrt fram í kennslu og kennsluþróun umsækjenda
  • Umsækjandi notar viðurkenndar leiðir innan þess fræðasviðs sem þeir tilheyra til þess að styðja nemendur við að takast á við sífellt flóknari verkefni og nýta þekkingu sína
  • Námsefni og kennsluaðferðir eru í samræmi við markmið námskeiðsins, námskrá og nýjustu þekkingu

3. Skýr kennsluþróun til framtíðar – fagmennska í kennslu

  • Umsækjandi sýnir fram á námsvilja/lærdómshugsun og hefur markvisst og af krafti unnið að því að bæta eigin kennslu, bæði hvað varðar efni, framsetningu og nýsköpun í kennsluháttum.

    4. Samstarfsvilji og samvinna-Virkur þátttakandi í samtali um nám og kennslu

      • Umsækjandi aflar sér, skapar og deilir þekkingu á námi og kennslu á sínu sviði. 
      • Umsækjandi vinnur með öðrum kennurum eða fagaðilum í kennsluþróun og þróun kennsluhátta. 
      • Umsækjandi tekur virkan þátt í umræðum um kennslu og deilir kennslufræðilegri reynslu sinni, til að mynda í gegnum óformlegt samtal, vinnuhópa, vinnustofur og ráðstefnur og með birtingum.  

      Viðmið annarra norrænna háskóla

      Gott er að hafa viðmið annarra norrænna Kennsluakademía til hliðsjónar við umsóknarskrif.

      Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.