Hvað er Kennsluakademía opinberu háskólanna?

Kennsluakademían er vettvangur að norrænni fyrirmynd sem ætlað er að stuðla að kennsluþróun. Meginmarkmið með Kennsluakademíunni er að efla samtal um kennslu og kennsluþróun innan og milli háskóla.

Kennsluakademían byggist á alþjóðlegri áherslu á fræðimennsku í kennslu (Scholarship of teaching and learning eða SoTL).

Með Kennsluakademíunni er veitt viðurkenning þeim kennurum sem hafa lagt sérstaka alúð við kennslu, haft nám nemenda að leiðarljósi og unnið markvisst að kennsluþróun.

Kennsluakademían er stofnuð með stuðningi og hvatningu menntamálaráðuneytis og eiga allir opinberu háskólarnir aðild að henni, en þeir eru:

Hlutverk

Hlutverk kennsluakademíunnar er meðal annars að efla umræður um:

  • Kennsluþróun og góða kennsluhætti innan háskólasamfélagsins
  • Að koma að faglegri skipulagningu kennsluþróunarráðstefna og útgáfu

Starfshættir og verkefni kennsluakademíunnar verða skipulögð af þeim sem í henni sitja, í nánu samstafi við kennslusvið/kennslumiðstöðvar háskólanna.

Stjórn Kennsluakademíunnar

Á fyrsta fundi Kennsluakademíunnar á hverju starfsári eru tilnefndir meðlimir í stjórn og, í umboði samstarfsnets opinberu háskólanna, skipar Jón Atli Benediktsson rektor HÍ, meðlimi í stjórn til tveggja ára í senn.

Eftirfarandi meðlimir voru skipaðir í stjórn á fyrsta starfsárinu, til tveggja ára frá og með 1. janúar 2022:

  • Margrét Sigrún Sigurðardóttir, dósent á Félagsvísindasviði
    Háskóla Íslands
  • Matthew James Whelpton, prófessor á Hugvísindasviði Háskóla
    Íslands (Rannveig Sverrisdóttir, lektor á Hugvísindasviði Háskóla Íslands hefur nú tekið við stöðu Matthews í stjórninni frá 1. júlí 2023)
  • Sean Michael Scully, aðjunkt á Viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri
Á öðru starfsári Kennsluakademíunnar voru svo eftirfarandi skipuð í stjórn, til tveggja ára frá janúar 2023:
  • Guðrún Geirsdóttir, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
  • Sigurður Örn Stefánsson, prófessor á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Tók við formennsku janúar 2024.

Á þriðja starfsári Kennsluakademíunnar voru svo eftirfarandi skipuð í stjórn, frá janúar 2024:

  • Guðmundur Ævar Oddsson, prófessor á Félagsvísindasviði í HA. Skipaður frá 1.janúar 2024 til tveggja ára. 
  • Helga Helgadóttir, lektor á Heilbrigðisvísindasviði í HÍ. Skipuð frá 1.janúar 2024 til tveggja ára. 
  • Rannveig Sverrisdóttir, lektor á Hugvísindasviði í Hí. Skipuð frá 1.janúar 2024 til tveggja ára. Var meðlimur stjórnar haustið 2023 sem varamaður fyrir Matthew James Whelpton, prófessor á Hugvísindasviði HÍ.

Hlutverk stjórnar

Hlutverk stjórnar Kennsluakademíu opinberu háskólanna eru meðal annars að:

  • Kalla saman fundi akademíunnar
  • Skipuleggja starfsáætlun í samráði við meðlimi
  • Skipuleggja verkefni í samráði við meðlimi
  • Hafa forystu um kynningar- og markaðsstarf
  • Hafa forystu um samskipti við kennslusvið/kennslumiðstöðvar opinberu háskólanna
  • Hafa forystu um gerð verklags- og starfsreglna Kennsluakademíunnar

Kennsluakademía opinberu háskólanna er sjálfstæður hópur kennara sem nýtur stuðnings miðlægrar stjórnsýslu háskólanna.