Alþjóðleg matsnefnd leggur mat á umsóknir og boðar umsækjendur eftir atvikum til viðtals. Undanfarin ár hefur nefndin verið skipuð þremur erlendum sérfræðingum og einum íslenskum. Árið 2023 eru það þau:

  • Thomas Olsson, dósent og sérfræðingur í kennsluþróun við Háskólann í Lundi.
  • Oddfrid Terese Kårstad Førland, ráðgjafi og sérfræðingur í kennsluþróun við Háskólann í Bergen.
  • Maria Weurlander, dósent í Háskólakennslufræðum við Menntavísindadeild Háskólans í Stokkhólmi.
  • Margrét Sigrún Sigurðardóttir, dósent á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og formaður stjórnar Kennsluakademíunnar.

Svona er yfirlestri umsókna skipt niður:

Matsferli og skipting milli matsaðila

Matsnefndin byggir niðurstöður sínar á umsóknum, kennsluferilskrá, ferilskrá, bréfi frá deildarforseta og viðtölum eftir atvikum. Aðeins þeir umsækjendur sem koma sterklega til greina eru boðaðir í viðtal. Einn nemendafulltrúi tekur þátt í matsferlinu. Þeir umsækjendur sem uppfylla grundvallarviðmið akademíunnar fá svo loks boð um inngöngu.