Hér má nálgast það sem þarf að vita til að sækja um í Kennsluakademíuna.

Stuðningur í umsóknarferli
Uppsetning á umsókn

Félagar Kennsluakademíunnar eru akademískir starfsmenn við opinberu háskóla Íslands, nýir meðlimir eru teknir inn ár hvert.

Allir fastráðnir háskólakennarar (prófessorar, dósentar, lektorar og aðjunktar) sem starfa við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands eða Háskólann á Hólum í 50% starfi eða meira.

Til að sækja um inngöngu í Kennsluakademíuna skilar akademískur starfsmaður ítarlegri umsókn á ensku, byggðri á viðmiðum Kennsluakademíunnar.

Öll gögn skal senda á netfang Kennsluakademíunnar (kennsluakademia@hi.is)

Mælt er með að umsækjendur taki þátt í þeim stuðningi sem Kennsluakademían býður umsækjendum upp á. Nú fer umsóknarferlið fram á Canvas og þurfa áhugasöm að fylla út skráningareyðublað til að taka þátt í umsóknarferlinu meðáðar tilheyrandi stuðningi. Skráning fyrir árið 2024 verður auglýst von bráðar.