Kennsludagar 2024 voru haldnir af Kennsluakademíunni

Kennsludagar voru haldnir hátíðlegir í mars

Kennsluakademía Opinberu Háskólanna í samstarfi við Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri héldu Kennsludaga vikuna 11-15.mars síðastliðinn þar sem þema dagana voru tengsl og samskipti.

Fræðimaðurinn dr. Peter Felten frá Elon Háskóla í Bandaríkjunum kom til landsins. Dr. Felten er leiðandi sérfræðingur í kennsluþróun háskóla. Rannsóknir hans hafa beinst að því hvernig við getum á áhrifaríkan hátt aukið gæði náms og kennslu og hvernig nemendur geta haft áhrif á eigið námsferli. Dr. Felten er prófessor í sagnfræði, framkvæmdastjóri miðstöðvar um virkni í námi og kennslu sem og aðstoðarforstöðumaður Kennslumiðstöðvar við sama skóla.

Vefurinn „góð kennsla“ var opnaður og kynntur. Þar skapast vettvangur fyrir nemendur að segja frá góðum kennsluaðferðum til að hvetja til betri kennslu á háskólastigi og varpa ljósi á góða kennsluhætti.

Viðburður sem stóð alla vikuna var „kíktu í kennslustund“ þar sem kennurum gafst kostur á að koma í heimsókn í tíma til samkennara sinna og taka þátt í samtali um kennslu og kennsluþróun. Alls voru sjö kennarar sem opnuðu níu kennslutíma.

Dr. Felten stýrði vinnustofu sem byggist á alþjóðlegri áherslu á fræðimennsku í kennslu (e. SoTL-Scholarship of teaching and learning) fyrir áhugasama kennara sem eru að hefja sín fyrstu skref í að stunda rannsóknir á og í eigin kennslu. Þar var fjallað um fræðimennsku náms og kennslu sem leið til efla kennsluhætti og gæði náms og jafnvel líka til að takast á við siðferðilegan og félagslegan tilgang háskólamenntunar. Í vinnustofunni gafst þátttakendum tækifæri til að skilgreina áhugaverð rannsóknarverkefni, móta rannsóknaspurningar og huga að gagnaöflun. Þannig lærðu kennarar að móta aðgerðaáætlun og myndað tengsl við aðra sem áhuga hafa á rannsóknum í háskólakennslu. 

Dr. Felten var einnig með fyrirlestur og pallborð í Hátíðarsal Háskóla íslands sem bar heitið „Tengslarík menntun“. Í erindinu sagði hann frá niðurstöðum viðamikilla viðtalsrannsókna við bandaríska háskóla sem sýna hversu mikilvæg markviss tengsl nemenda við samnemendur svo og við kennara og starfsfólk eru fyrir bæði nám nemenda og velferð. Að skapa slík tengsl innan kennslustofu og almennt í háskólum er sérlega mikilvægt í kjölfar heimsfaraldar sem og til að takast á við þær áskoranir sem gervigreind hefur í för með sér fyrir framtíð háskóla. 

Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands hélt afar gagnlegt erindi um mikilvægi félagslegrar samvistar fyrir fólk, fræði og samfélag. Fyrirlesturinn fjallaði um af hverju er mikilvægt að fólk komi saman í skólanum og hver er ávinningur þess.

Háskólinn á Akureyri var með einkar fróðlegt erindi í streymi um lifandi samskipti í fjarnámi. Flytjendur voru Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar Háskólans á Akureyri, Helgi Freyr Hafþórsson, verkefnastjóri margmiðlunar og Valgerður Ósk Einarsdóttir, kennsluráðgjafi einnig hjá Háskólanum á Akureyri.

Stúdentaráð hélt kaffispjall í Bóksölu stúdenta þar sem hugmyndin var að nemendur og kennarar kæmu saman og ættu í óformlegu spjalli um kennslu.

Kennsludagar eru komnir til að vera og heppnuðust einstaklega vel í ár. Akademían leggur áherslu á að hefja samtal um háskólakennslu á hærra