Kennsluakademían er vettvangur að norrænni fyrirmynd sem ætlað er að stuðla að kennsluþróun. Meginmarkmið með Kennsluakademíunni er að efla samtal um kennslu og kennsluþróun innan og milli háskóla.
Kennsluakademía byggist á alþjóðlegri áherslu á fræðimennsku í kennslu (Scholarship of teaching and learning eða SoTL).
Með Kennsluakademíunni er veitt viðurkenning þeim kennurum sem hafa lagt sérstaka alúð við kennslu, haft nám nemenda að leiðarljósi og unnið markvisst að kennsluþróun.