Fréttatilkynningin okkar er birtist í mbl og á hí vefnum. 

Fjórtán framúrskarandi kennarar teknir inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna 

Alls voru fjórtán framúrskarandi háskólakennarar teknir inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna í sérstakri athöfn sem fram fór á Litla Torgi í HÍ, föstudaginn 3. nóvember. 

Kennsluakademía opinberu háskólanna var stofnuð árið 2021 með stuðningi frá stjórnvöldum. Akademían er að norrænni fyrirmynd og er markmið hennar að stuðla að samtali um kennslu og kennsluþróun innan og milli opinberu háskólanna. Ár hvert eru einstaklingar, sem skarað hafa fram úr í kennslu og kennsluþróun, teknir inn í Kennsluakademíuna sem alþjóðleg nefnd sérfræðinga í háskólakennslu metur á grundvelli umsóknar og viðtals.  

Fyrstu 11 meðlimir Kennsluakademíunnar voru teknir inn árið 2021, alls níu árið 2022 og nú hafa fjórtán háskólakennarar bæst í hópinn. Það eru:

  • Benedikt Steinar Magnússon, dósent við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
  • Berglind Eva Benediktsdóttir, dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands
  • Guðmundur Ævar Oddsson, prófessor við Félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri
  • Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands
  • Helga Helgadóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands
  • Hróbjartur Árnason, lektor við Deild menntunar og margbreytileika Háskóla Íslands
  • Jette Jörgensen Mebrouk, lektor við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri
  • Kári Kristinsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Magnús Þór Torfason, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Pétur Henry Petersen, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands
  • Sigríður Guðmarsdóttir, dósent við Guðfræði- og trúarbragðafræði Háskóla Íslands
  • Sigríður Rut Franzdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
  • Sigrún Ólafsdóttir, prófessor við Félagsfræði-mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Meðlimir Kennsluakademíunnar hafa allir verið mjög virkir í þróun kennsluhátta og brautryðjendur í nemendamiðuðum og virkum kennsluaðferðum. Dæmi um þau verkefni sem meðlimir Kennsluakademíunnar hafa staðið fyrir má finna í umsóknum sem aðgengilegar eru á vefsíðu Kennsluakademíunnar (www.kennsluakademia.hi.is). Þar má einnig finna upplýsingar um árlega ráðstefnu Kennsluakademíunnar sem og umsóknarferli næsta árs.     

Fyrir hönd Kennsluakademíu opinberu háskólanna  

Margrét Sigrún Sigurðardóttir, formaður stjórnar  

Mynd:©Kristinn Ingvarsson

Categories: Fréttir