Kennsluakademía opinberu háskólanna er vettvangur að norrænni fyrirmynd sem ætlað er að stuðla að kennsluþróun.
Með kennsluakademíunni veitir háskóli þeim kennurum sem hafa lagt sérstaka alúð við kennslu, haft nám nemenda að leiðarljósi og unnið markvisst að kennsluþróun, viðurkenningu og fjárhagslega umbun.
Kennsluakademían dregur fram það sem vel er gert og hvetur til faglegrar nálgunar á kennslu og kennsluþróun.
Þannig styður hún við stefnu háskóla um öflugt náms- og kennslusamfélag, nemendamiðaða kennslu og virka kennsluhætti.