Stuðningur í umsóknarferli

Við hvetjum öll áhugasöm til að nýta sér þann stuðning sem boðið er upp á í umsóknarferlinu. Hann felst meðal annars í myndböndum um mikilvæg atriði til að huga að við umsóknarskrif, málstofu þar sem farið verður yfir gerð umsókna og endurgjöf jafningja.

Lýsing umsóknarferlisins 2024-2025. 

  • Kynningarfundir Akademíunnar verða í desember og í janúar 2024. Sjá forsíðu. Upptökur af fundunum sem og fleiri gagnlegar upptökur má sjá á YouTube rás akademíunnar.
  • Skráningarfrestur til að taka þátt í umsóknarferli með tilheyrandi stuðningi frá Kennsluakademíu er 13. janúar 2025. Skráningareyðublað er hér. Öll skráð fá aðgang að Canvas svæði en þar fer umsóknarferlið fram.
  • Málstofur um umsóknarskrif verða haldnar í febrúar 2025. Nánari upplýsingar verða gefnar á námskeiðinu.
  • Tvíþætt endurgjöf fer fram í mars 2025. Þátttakendur fá tvíþætta endurgjöf, fyrst frá jafningja og svo frá meðlim Kennsluakademíu. Endurgjöfin fer fram í Teams námskeiðinu.
  • Loka umsóknarfrestur er í maí 2025. Ekki er skylda að taka þátt í umsóknarferilsáfanga til að sækja um