Kennsludagar 2025
Titill: Sjálfbær kennsluauður
Kennsludagar Kennsluakademíu opinberu háskólanna í samstarfi við Kennslumiðstöðvar HÍ verða haldnir vikuna þann 17.-21.mars 2025.
Þetta er í annað sinn sem dagarnir eru haldnir en markmið þeirra er að efla samtal um mikilvægi samskipta, kennslu og kennsluþróun á háskólastigi.
Þema daganna í ár er sjálfbærni og mikilvægi kennsluauðs í háskólastarfi og hvernig við getum hlúð að kennslunni. Hvernig eflum við kennsluþróun og samskipti á milli kennara, starfsfólks og nemenda.
Margvíslegir og fjölbreyttir viðburðir verða í boði. Kynnið ykkur alla dagskrá hér og nánar um kennsluheimsóknir hér að neðan
Kíktu í kennslustund! Hluti kennsludaga eru kennsluheimsóknir í Háskóla Íslands og í Háskólann á Akureyri.
Það getur verið býsna fróðlegt að líta inn í kennslu til samstarfskennara og fá nýjar hugmyndir um kennsluhætti. Á Kennsludögum gefst kennurum kostur á að fara í heimsókn í tíma til samkennara sinna og í kjölfarið taka þátt í samtali um kennslu og kennsluþróun.
Hér fyrir neðan er að finna nánara yfirlit yfir þær kennnsluheimsóknir sem í boði eru í hvor skóla fyrir sig. Endilega veljið ykkur heimsókn eftir áhugasviði og það má velja eins margar heimsóknir og vill.

Háskólinn á Akureyri býður upp á kennsluheimsóknir alla vikuna en skólinn hefur kappkostað að vera leiðandi er kemur að sveigjanlegu námi og hefur fjárfest í fjarkennsluvélmenni eða „róbót“. Hér gefst afar spennandi og áhugavert tækifæri til að kíkja í kennslustofu hjá þeim í gegnum fjarkennsluvélmennið (róbótinn).
Kynnið ykkur heimsóknirnar og upplýsingar um skráningu hér:
