Kennsludagar 2025

Titill: Sjálfbær kennsluauður

Kennsludagar Kennsluakademíu opinberu háskólanna í samstarfi við Kennslumiðstöðvar HÍ verða haldnir vikuna þann 17.-21.mars 2025. 

Þetta er í annað sinn sem dagarnir eru haldnir en markmið þeirra er að efla samtal um mikilvægi samskipta, kennslu og kennsluþróun á háskólastigi.
Þema daganna í ár er sjálfbærni og mikilvægi kennsluauðs í háskólastarfi og hvernig við getum hlúð að kennslunni. Hvernig eflum við kennsluþróun og samskipti á milli kennara, starfsfólks og nemenda. 
Margvíslegir og fjölbreyttir viðburðir verða í boði og verða þeir kynntir þegar nær dregur.