Við komum til með að birta hér efni er varðar Kennsluakademíuna og getur verið umsækjendum sem og forvitnum lesendum til gagns og gamans.

Kennsluakademían með Margréti Sigrúnu  Kennsluvarpid Sigurðardóttur og Róberti H. Haraldssyni

Hér má hlusta á þátt um Kennsluakademíuna í hlaðvarpi Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, Kennsluvarpinu.

Þar ræðir Íris Björk Eysteinsdóttir við Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur, dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmeðlim Kennsluakademíunnar, og Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóra kennslumála. Í þættinum fjalla þau um Kennsluakademíuna, hvað hún er, fyrir hverja, og hvernig er hægt að sækja um. 

Margrét Sigrún átti þátt í samtali um stofnun Kennsluakademíu frá upphafi en kúplaði sig út úr því samtali um leið og hún ákvað að sækja um í kennsluakademíuna vorið 2021. Hún lýsir umsóknarferlinu, hvaða skref þarf að taka og hver ávinningur er fyrir kennara að gerast meðlimir í Kennsluakademíunni. Róbert lýsir þeim viðmiðum sem kennarar þurfa að uppfylla ef þeir hafa áhuga á a sækja um og segir frá því hvernig sæti í Kennsluakademíunni er ætlað að umbuna þeim kennurum sem nú þegar draga vagninn í kennslu.


Áhugasöm eru einnig hvött til að hlusta á aðra þætti Kennsluvarpsins en þar er meðal annars rætt við Evu Marín Hlynsdóttur um ígrundun nemenda, Sean Michael Scully um það að kveikja áhuga nemenda, og Ásdísi Helgadóttur um leiðsagnarmat, en þau eru öll meðlimir í Kennsluakademíu opinberu háskólanna.

Hlaðvarp Kennslumiðstöðvar í apríl 2024 við Aleksöndru Kojic verkefnisstjóra Kennsluakademíunnar. Tilefnið voru Kennsludagar

Endilega hlustið hér

Smá-hlaðvörp með sérfræðingum

Hér má hlusta á nokkur smá-hlaðvörp þar sem sérfræðingar um kennsluþróun ræða saman um ýmsa þætti sem við koma umsóknarskrifum.

Fyrirlestrar frá umsóknarferli 2021 

Sjá upptöku frá kynningarfundi Kennsluakademíunnar 2021.

Sjá dagskrá og glærur frá vinnustofu með sérfræðingum 2021.

Sjá upptöku og glærur frá kynningu á kennsluráðstefnu Háskólans á Akureyri 2021.

Sjá glærur frá örnámskeiði í umsóknarskrifum 2021.

Fyrirlestrar frá umsóknarferli 2022

Sjá upptöku frá kynningarfundi Kennsluakademíunnar 8. febrúar 2022.

Fyrirlestrar frá umsóknarferli 2023

Sjá upptöku frá kynningarfundi Kennsluakademíunnar 13. desember 2022 (á íslensku).

Sjá upptöku frá kynningarfundi við Háskólann á Akureyri 14. desember 2022 (á ensku).