Umsóknir í Kennsluakademíu opinberu háskólanna skal senda á kennsluakademia@hi.is 

Umsókninni skulu fylgja eftirfarandi gögn:

Tilgangur kennsluferilskráar er að sýna hvað þú gerir, hvernig þú gerir það, af hverju og hvaða niðurstöður þú færð. Það er mikilvægt að sýna fram á þróun og framför. 

Kennsluferilskrá er gjarnan skipt í þrjá hluta. Hér fyrir neðan eru tillögur að innihaldi kennsluferilskráa:

1. Fagleg ígrundun

Kennsluferilskrá byrjar á kafla um faglega ígrundun. Í slíkum kafla eru oft eftirfarandi atriði:

  • Stuttur inngangur
  • Efnisyfirlit
  • Stutt upptalning á hvað þú hefur kennt (til dæmis námskeið, námsleiðir, námsbrautir)
  • Stutt lýsing á grundvallarsjónarmiðum þínum um nám og kennslu. Nefndu gjarnan 3-4 dæmi um hvernig þú hefur tekist á við áskoranir í kennslu.
  • Stutt lýsing á hvernig þú sérð fyrir þér framtíð þína í kennslu.

Lengd skal vera um 5000- 7000 orð.

2. Staðfesting og gögn um eigin kennsluþróun

    Skila skal inn gögnum sem staðfesta eigin kennsluferil og -þróun. Öll gögn þurfa að tengjast kennslumálum, gott er að vanda úrval gagna og ekki senda með ónauðsynleg eða gögn ótengd kennslu. Hér eru dæmi um gögn sem hægt er að nýta.

    • Kennslukannanir
    • Endurgjöf nemenda
    • Verðlaun eða viðurkenningar
    • Kennsluskrár
    • Námskeiðslýsingar
    • Námsefni
    • Verkefnaskýrslur
    • Birt efni um kennslu
    • Ritrýndar greinar
    • Rafrænt efni
    • Kynningar
    • Stjórnun eða þátttaka í kennslutengdum verkefnum
    • Störf sem leiðbeinandi eða umsjónarkennari

    Engar reglur eru um lengd en mikilvægt er þó að vanda úrval gagna.

      Eftirfarandi þarf að koma fram í ferilskrá. 

      Persónuupplýsingar: 

      • Nafn 
      • Kennitala 
      • Heimilisfang 
      • Sími 
      • Netfang

      Upplýsingar um menntun og starfsreynslu:

      • Fyrst kemur fram það nám sem síðast var lokið.
      • Tilgreindu fyrst það starf sem þú varst í síðast eða það starf sem þú  sinnir í dag. Gott er að láta fylgja með starfsheiti og ábyrgðarsvið.

      Í bréfi deildarforseta skal lýsa framlagi umsækjanda til kennslumála í viðkomandi deild (námsbraut/fræðasviði). Mikilvægt er að bréfið sé hreinskilið. Umsækjandi fær bréfið frá deildarforseta og sendir það sem hluta af umsókn sinni.

      Hvernig á að skrifa góða kennsluferilskrá?

      Fyrir umsóknarferlisáfangann á vormisseri 2023 var útbúið fræðsluefni um gerð kennsluferilskrár, með áherslu á faglega ígrundun, staðfestandi dæmi og gögn um eigin kennsluþróun og ferilskrá. Eins var fjallað um algeng mistök við umsóknarskrif. Öll áhugasöm eru hvött til að nýta sér þetta efni við umsóknarskrifin en nauðsynlegt er að kynna sér það áður en tekið er þátt í vinnustofum umsóknarferlisins. Efni áfangans er á ensku og má nálgast hér.

      Hagnýt dæmi

      Við skrif umsókna getur verið gott að hafa til hliðsjónar kennsluferilskrár eða umsóknir annarra kennara. 

      Hér eru sýnishorn af umsóknum frá sumum núverandi meðlima Kennsluakademíunnar (athugið að hlutar skjalanna kunna að hafa verið fjarlægðir vegna persónugreinanlegra upplýsinga eða annarra viðkvæmra upplýsinga):

      Auk þess hafa sumir félagar annarra Kennsluakademía í Norðurlöndunum birt umsóknir eða kennsluferilskrár sínar rafrænt. Athugið að margar af umsóknunum eru á norsku eða sænsku.